Auðn Farvegir Fyrndar 1. Veröld hulin Fjarri geislum sólar Liggur veröld hulin Á sporbaug glötunar Heimur án hlýju Heimur án birtu Eldri en tíminn sjálfur Þar sem þúsund augu Stara út í tómið Með von eina að vopni Leitandi svara Hver er skaparinn Af hverju erum við? Í þyngdarleysi Þúsund raddir kæfðar 2. Lífvana jörð Það var hér Sem vatn um dali rann Sólin skeið í heiði Sá tími er liðinn Jörðin lögð í eyði Svartir hrafnar Sveima í leit að æti Landið þurrt sem eyðimörk Stormar geysa Afmynda yfirborð jarðar Farvegir fyrndar bera aur og ryk Lífvana jörð Svidin jörð Djúpt í iðrum gils Við hamra hafs sem áður var Skimar vera grá og mögur Grimmdin holdi klædd Vitstola af hungri Trú og spilling Valdur grimmdarverka Helför allra þjóða Eftir el neitt 3. Haldreipi hugans Í skjóli timans Í skuggunum falinn Tilvist mín er martröð þín Ég er upphaf Ég er endir Þunga færi yfir þig Holið og tómið Sá sem ræður Rýs og fellur Ég er allt sem ekkert var Í þúsund ár Í myrkri devlur Og daga telur Allt seg ég var, allt sem ég er Hýsill íllsku Holdgervi svika Haldreipi hugans Aldrei mun hnika Afhjupa grímuna Draumkennd þoka Byrgir sýn Lít í spegil, ekkert svar Það ókunnugur maður þar Nýr maður fæddur er Milli holds og huga Í öllum mönnum Illskan býr Skelfileg iðja Martraða smiðja 4. Prísund Þú sem tókst ljósið frá mér Í myrkri ég bölva Þessi prísund, hún er mín Ég vildi geta horfið Minnist þess Að geta gengið En nú ég skríð Fætur titra Og gefa eftir Leynist þarna Vonarglæta? Ljósið blindar Þankastormur Eilífar efasemdir Vonleysið algjört Það varst þú sem tókst frá mér ljósið Myrkur á hælum mér Það varst þú sem tókst frá mér ljósið Það varst þú 5. Ljósaslæður Dagur liðinn Allt er hljótt Köld og niðdimm nótt Hafið slétt við mánaskin Speglar stjörnuhiminn Umvafinn draugum Í klæddum ljósaslæðum Á myrkrið málar meistarinn Skartar ljósi daufu Dansar við þögnina Í aldagömlum takti Dauðar stjörnur brostin augu Frosið blóð í æðum Helköld grafarþögn Auðn er orðin jörð Máni stendur vörð Um norðurljósa traf 6. Blóðrauð sól Blóðrauð sól Daginn vakti Rauðgul spor Nóttin rakti Vætlar blód úr und Litar jörð Morgunsár opnast Við sjóndeildarhring Rauður kollur sólar Brýst úr sköpum heims Seytlar blód Yfir lád og lög Rautt síðan gult Svartir flýja skuggar 7. Eilífar nætur Fórnað Á altari tímans Einn af mörgum Hvorki sá fyrsti Né hinn hinsti Tíminn Telur ei tár Hver sem kveður Meitlað í stein Ár eftir ár Söknuður Sál mína sækir Sektarkennd Gröf þína grætur Í eilífar nætur Hafið rís Endinn vís Borgir sökkva í sæ 8. Skuggar Opna gáttina Hugur leikur laus Kuldinn nístir Myrkur umlykur Skuggar leika Form og myndir Varpa ljósi Á það sem áður var Ein er sú minning Eymdin var við völd Staðföst trú um endalok Útkoman kold Allt varð hljótt Ærandi þögn Hún er mér Framandi Óljóst er Hvort ég kem eða vöku Var eða er Er líf eftir líf? Með skuggunum Fer í myrkrinu Líkt og áður Nóttin alger Er líf eftir líf? 9. Í hálmstráið held Lífið er sýki Ég er við að sökkva Í lífsins virkisveggja Hverf ég burt Þar sem allt og ekkert er Kemst á þurrt En handans sýkis biður myrkrið Lífið er sýki Við hugans virkisvegg Lífið er rammt og úti kalt Þar sem veruleikinn á sér stað Ég óttast allt Nýr dagur Útlit svart Kaldara í dag en í gær Læðist að mér grunur sá Að vonin færist fjær Ég óttast að ég dróma fái ekki leyst Lífið er sýki og ég að drukkna Sökkvandi virkið undan lætur Í hálmstráið held ég Og veröld mín grætur En senn kemur nátt Lífið sem lék mig svo grátt Von eftir gef Og legg aftur augun Svefninum langa sef