Misþyrming
Algleymi
I. Orgia
Hjörðin berst fyrir lífi sínu
sem svanir móti stormi.
Þau standa í þeirri trú
að þau hafi eitthvað val,
hahahaha...
Hann er vel varinn
handan hvítra múrveggja.
Haldið þið virkilega að sá með völdin:
Drottinn yðar
gefi ykkur val?
Hans ríki þrífst á stríði
og þegnar hans þjóna því blíðir.
Hvers vegna að hafna hans veldi
þegar þrældómur vor er hulinn
með draumum í vöku?
Nú ákalla þau dýrið dátt
og æða áfram dreymin.
Til lofts þau lyfta veigum hátt
og dansa glatt í algleymi.
Hans ríki þrífst á óreiðu
og þegnar hans upphefja það glaðir.
Hvers vegna að efast hans verk
þegar hvert högg svipunnar
er sem blíð gola á kinn?
I. Orgia
The herd battles for its life
like swans against a storm.
They endure in believing
that they have a choice,
hahahaha...
He is well protected
behind white walls of concrete.
Do you really suppose that he, who has the power:
your Lord
grants you choice?
His realm thrives on war
and his citizens serve it obsequiously.
Why reject his realm
when our slavery is hidden
with dreams in wakefulness?
Now they summon the beast, rejoicing
and precipitate onwards, fanciful.
Raising the bounties of vine and vale
and dancing delightfully in oblivion.
His realm thrives on chaos
and his citizens exalt it, rejoicing.
Why doubt his works
when every strike of the whip
is as a tender breeze on cheek?
II. Með svipur á lofti
Stoðkerfi alls lífs er örkumla
því lífæðin fellur hver af annarri.
Skrýmslið hrifsar þær allar að sér
og sýgur ötult að sér
allt sem eitt sinn blómstraði.
Þar stendur það stælt á veikburða grundu
og étur undan sér jarðveginn.
Hún reynir af mesta megni
að berjast á móti
en ríkjandi Guð, með svipur á lofti
lætur eigi undan.
Hann hrifsar að sér loftið
sem æ verður af skornari skammti
en þrátt fyrir að rýmið þrengi og þrengi að
ríkir Hann enn með svipur á lofti.
II. With Whips Aloft
The endoskeleton of all life is crippled
for the quintessences of life fall one after another.
The monster seizes them all
and efficiently sucks to itself
everything that once prospered.
There it stands proudly on weak ground
and eats the soil from beneath itself.
She tries her hardest
to fight back
but the reigning God, with whips aloft
does not give in.
He seizes the air
which gets scarcer by the minute
but even though the space shrinks and shrinks
prevails He still, with whips aloft.
III. Ísland, steingelda krummaskuð
Grýttur, líflaus jarðvegurinn
svo langt sem augað eygir.
Hér mun aldrei neitt þrífast
eða vaxa.
Ógjöful en grimm
drottnar hér þurrðin
og við tekur dimm
eilíf nóttin.
Líf færist um set
og ætlar að frjóvga jörðina
en veikburða hörfar á brott
út í leiðarlausu langferðina.
Hér mun aldrei neitt
þrífast eða vaxa.
Hér mun aldrei neitt
lifa eða dafna.
Ísland, steingelda krummaskuð…
III. Iceland, Castrated Dump
Gritty, lifeless soil
as far as the eye can see.
Here, nothing will ever prosper
or grow.
Unmunificent and ferocious
dominates the drought
and consequently ascends
the eternal night.
Life relocates itself
and aims to fertilize the soil
but weakened it retreats
back to the aimless odyssey.
Here, nothing will ever
prosper or grow.
Here, nothing will ever
live or flourish.
Iceland, castrated dump...
IV. Hælið
instrumental
V. Og er haustið líður undir lok
sem handbendi lífsviljans
dönglum við umkomulaus
á fingrum tilverunnar
lykkjuföll kvöldsins
táldraga mennina
að skauti næturinnar
um öngstræti daganna
frá einni vörðu til annarrar
magnast kliðurinn
um öngstræti daganna
frá einni vörðu til annarrar
lengist vegurinn
raust sem aldrei þagnar
blæs sjálfshatrinu
byr undir báða vængi
um öngstræti daganna
frá einni vörðu til annarrar
magnast kliðurinn
um öngstræti daganna
tekur ekkert við
handan þjáninganna
V. And When Autumn Ceases
like the agents of the will to live
we swing lonely
on the fingers of existence
the misdoings of the night
seduces the people
in the dead of the night
down the alley of days
from one cairn to another
intensifies the noise
down the alley of days
from one cairn to another
stretches the road
a voice that never ceases
fledges
self hatred’s wings
down the alley of days
from one cairn to another
intensifies the noise
down the alley of days
nothing succeeds
beyond the distress
VI. Allt sem eitt sinn blómstraði
Það rigndi í dag
og hugur minn flögraði ráðlaus um tómið.
Hægt börðust lungun um loftið
og þungt sló biturt hjartað.
Reykurinn steig upp gegnt dropunum
sem hugsanir sveiflandi í járnum.
Þær klófestu sig um mig allan
og héldu mér í föstum skorðum.
Skýin huldu himininn
og lokuðu okkur inni.
Marraði á milli trjáa
þegar droparnir slógust á laufin.
Langt nær slóðin er litið er um öxl
og þungt er hvert einasta spor.
Sólin fjarlægist hægt handan við skýin
hægt, en ákveðin er hún.
Þungt liggur yfir jörðu
flóðið frá himnum.
Rifbein mín halda þétt í skefjum
anda mínum og hjartslætti.
Brátt kemur langur vetur
og bundin erum við einsömul jörðu.
VI. Everything That Once Prospered
It rained today
and my mind fluttered helpless around the void.
The lungs fought slowly for air
and heavily beat the bitter heart.
The smoke raised against the drops
like thoughts swinging in chains.
They ensnared themselves all around me
and held me restricted.
The clouds covered the skies
and closed us in.
Between the trees it creaked
when the drops hit the leaves.
The trace reaches far, if looked over the shoulder
and heavy is each and every step.
The sun descends slowly behind the clouds
slowly, but surely is she determined.
A heavy weight lies upon the ground
the flood from the heavens.
My ribs enclose thoroughly
my breath and heartbeat.
Soon the long winter comes
and we are bound alone to the earth.
VII. Alsæla
Sama baráttan aftur og aftur
hvern einn og einasta dag.
Alltaf aftur á byrjunarreit.
Alsæla, hvert fórstu?
Sömu gömlu slagsmálin,
endurfæðingin góða.
Fyrsta högg er slegið
og annað strax til baka.
Ó, ástin mín þarna ertu!
Ég hef saknað þín svo sárt.
Gakk nú með mér gyðja.
Guðleg, fylltu mitt tóm.
Ó, góði Guð, mér líður svo vel
og ég vil meira, já, meira!
Blessaðu mig með mætti þínum
aftur og aftur, og aftur og aftur!
Ó, ástin mín, aldrei fara
frá mér aftur.
Þú sem ætíð ert mér æðri,
ég krýp á kné fyrir þér.
VII. Ecstasy
It is but the same battle again and again
each and every day.
Always back to square one.
Ecstasy, where did you go?
The same old fight,
the pleasant rebirth.
The first hit is struck
and another one at once returned.
O, my love there you are!
I have missed you so hurtfully.
Walk with me, goddess.
Godlike, fill my void.
O, good God, I feel so relieved
and I want more, yes, more!
Bless me with your divine power
again and again, and again and again!
O, my love, never leave
me again.
You, who always are my conqueror,
I bow before for you.
VIII. Algleymi
Í stormi gekk ég sem áður,
barðist gegn óbeislandi öflum
en ég hélt samt ótrauður áfram
jú, endanum var ekki náð.
Það virtist eigi innan seilingar
að ég ætti erindi sem erfiði
og hljóp það með mig í gönur
hve nóttin varð alltaf meiri.
Moldugan veginn tróð ég fast
og reyndi að horfa fram á við,
en skyggnið reyndist sem áður
gjörsamlega til einskis nýtt.
Þá, á krossgötum mætti ég Honum,
þeim sem ég taldi mig best þekkja.
En Hann sem þar stóð gegnt mér
reyndist ekkert vera nema spegilmynd.
Hann fylgdi mér áfram um tíma
yfir torfærar hæðir og hóla,
uns við stóðum loks við lokamarkið:
við dyr hallar Algleymis.
Nú hafði nóttin náð sínu hámarki
og ég stóð á stalli mínum
en eigi í ljóma þeirrar gleði sem ég vænti
heldur berstrípaður og allslaus.
VIII. Oblivion
I walked in a storm like before,
fought untamable forces
but I carried on intrepid
no, the end was not yet reached.
It seemed not within reach
that my oration would meet its effort
and it was getting frustrating
how the night kept increasing.
The gritty path I trampled firmly
and attempted to look ahead,
but the visibility turned out like before
entirely worthless.
Then, on crossroads I struck Him,
the one I believed best to recognize.
But He that there stood against me
proved to be nothing but a reflection.
He lead me on for a while
over heavy hills and lomas,
until we stood at last by the goal:
at the gates of the palace of Oblivion.
Now the night had reached its apex
and I stood on my pedestal
but not in the splendour of the bliss I awaited
but stark stripped down and destitute.
Lyrics in plain text format